Mat á frjóvgun

Að morgni næsta dags eftir eggheimtuna, er skoðað í smásjá hvort að eggin hafi frjóvgast eðlilega eða ekki. Við eðlilega frjóvgun eiga að sjást tveir forkjarnar inni í egginu. Annar forkjarninn inniheldur erfðaefni frá egginu og hinn erfðaefni sæðinu. Þegar egg er ófrjóvgað sést engin forkjarni. Stundum sjást fleiri en tveir forkjarnar og telst eggið þá óeðlilega frjóvgað og verður ekki notað.

Efri myndin sýnir eðlilega frjóvgað egg með tvo forkjarna en neðri myndin sýnir ófrjóvgað egg (engir forkjarnar).