Hikmynd (time-lapse)

Hikmynd er tækni þar sem að sérútbúin myndavél tekur myndir af fósturvísunum á 10-20 mínútna fresti. Það gerir okkur kleift að fylgast með þroskun fósturvísanna á mun betri hátt en áður hefur þekkst.

Þar sem fósturvísarnir eru allan tímann í ræktunarskápnum þá er umhverfi þeirra stöðugt á meðan reglubundin myndataka fer fram. Þessar myndir eru síðan notaðar til þess að búa til hikmynd af þroska fósturvísanna og hjálpar til við að velja besta fósturvísinn að setja upp.

Hvers vegna að nota hikmyndatæknina?

Fósturvísarnir eru viðkvæmir fyrir breytingum í umhverfi sínu (s.s. hita-, raka- og sýrustigi) og til þess að þeir dafni sem best þarf umhverfi þeirra að vera sem best og sem næst umhverfi þeirra í líkamanum. Þegar fósturvísarnir eru teknir út úr hitaskápnum breytast þessir umhverfisþættir hratt. Þess vegna eru hikmyndataka ákjósanleg fyrir fósturvísinn því þá er hann næstum stöðugt í kjöraðstæðum. Það að geta tekið myndir reglubundið gefur okkur líka miklu betri möguleika að fylgjast með fósturvísunum en áður. Það hefur verið sýnt fram á að miklar breytingar, sem gefa mikilvægar upplýsingar um gæði fósturvísanna, gerast hratt og við missum oft af þeim enda ekki mögulegt að taka fósturvísana út úr ræktunarskápum of oft. Þannig náum við bæði að velja betur þann fósturvísi sem á að setja upp en líka missum við ekki af þroskamerkjum sem við annars hefðum gert.