Um gæði sæðis

Til að hámarka líkurnar á frjóvgun og þungun verður gjafasæðið að vera sem best.

Gæði sæðis eru mismunandi hjá hverjum og einum og geta einnig verið mismunandi hjá sama einstaklingnum um lengri og skemmri tímabil. Það er alveg eðlilegt. Það er margt sem getur haft áhrif á gæði sæðis, t.d. veikindi og hiti, umhverfishiti, reykingar, misnotkun vímuefna, mataræði, ofþyngd og notkun tiltekinna lyfja. Þótt karlar sem er komnir yfir miðjan aldur séu færir um að geta börn, þá skerðist sæðisframleiðslan og gæði sæðisins með aldrinum. Æskilegt er að gjafi sé á aldrinum 23-45 ára.

Þegar við rannsökum sæðissýnið frá þér skoðum við:

  • Magn sáðvökva – mælt í millilítrum
  • Þéttni – fjöldi sáðfrumna, mælt í milljónum í millilítra
  • Hreyfanleika – fjöldi sáðfrumna sem hreyfa sig fram á við.

Því fleiri eðlilegar, hreyfanlegar sáðfrumur sem eru í sýninu, þeim mun betri eru líkurnar á frjóvgun.

Ef þú hefur frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband með því að nota samskiptaeyðublaðið.